ÖRÆFASKÓLINN 2023 - NÁMSKEIÐ
Langar þig að auka þekkingu þína á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru og jökla? Öræfin bjóða upp á einstaka lifandi kennslustofu umhverfis- og loftslagsbreytinga en í Öræfum hafa orðið stórfelldar breytingar af völdum jöklunar, eldvirkni og nú helst loftslagsbreytinga. Öræfin eru þar að auki vagga íslenskrar fjallamennsku enda stórbrotið fjalllendi hvert sem litið er. Öræfaskólinn býður upp á spennandi námskeið, uppfullt af lærdómi sem einungis fæst í faðmi náttúru og fjalla.
Innifalið í verði:
• 4 daga leiðsögn um svæðið (þar af eru 2 ferðadagar til og frá Öræfum)
• Jöklaferðir, ísklifur og fjallgöngur
• Gisting á tjaldsvæðinu í Skaftafelli þaðan sem ferðir verða gerðar út
• Sameiginlegur kvöldverður
• Fræðsla um loftslagsmál og náttúruna, kynning á Vatnajökulsþjóðgarði
Dagsetningar í boði: Eftir fyrirspurn
Almennt verð: 89.900 kr.
20 ára og yngri: 79.900 kr.
Leiðbeinendur: Íris Ragnarsdóttir Pedersen, Erla Guðný Helgadóttir og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir
Skráning hér:
ÖRÆFASKÓLINN 2023 - SÉRFERÐIR
Öræfaskólinn getur mætt þér og þínum hópi með sérsniðið námskeið eða ferð að ykkar þörfum. Við bjóðum upp á sérferðir allt frá dagsferð að 5 dögum fyrir hópa allt að 14 manns.
Langar þig að upplifa eitthvað glænýtt? Auka þekkingu þína á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru og jökla? Öræfin bjóða upp á einstaka lifandi kennslustofu umhverfis- og loftslagsbreytinga en í Öræfum hafa orðið stórfelldar breytingar af völdum jöklunar, eldvirkni og nú helst loftslagsbreytinga. Öræfin eru þar að auki vagga íslenskrar fjallamennsku enda stórbrotið fjalllendi hvert sem litið er. Öræfaskólinn býður upp á spennandi námskeið, uppfullt af lærdómi sem einungis fæst í faðmi náttúru og fjalla.
Er hópurinn þinn stærri? Hafðu endilega samband og hver veit nema við getum tekið á móti ykkur.
s. 659-4015 (Íris)
LEIÐBEINENDUR ÖRÆFASKÓLANS
ERLA GUÐNÝ HELGADÓTTIR
Jarðfræðingur og leiðsögumaður
Erla hefur stundað útivist, keppt á skíðum og ferðast um fjöll og jökla frá barnsaldri. Hún er menntaður jöklajarðfræðingur og starfar við rannsóknir hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Á fjöllum líður Erlu best og þá helst á fjallaskíðum en hún nýtur þess að læra og deila þekkingu í fjallamennsku, skíðamennsku, náttúruvernd og náttúruvísindum.
ÍRIS RAGNARSDÓTTIR PEDERSEN
Fjallamennskukennari og leiðsögumaður
Íris ólst upp í þjóðgarðinum í Skaftafelli og hefur gengið á fjöll og jökla frá unga aldri. Hún er útskrifaður náttúru- og umhverfisfræðingur frá LbhÍ og nýtur þess að deila úr viskubrunni sínum um náttúruvernd og náttúrvísindi. Hún rekur fjallaleiðsögufyrirtækið Tindaborg í Öræfum ásamt því að kenna fjallamennsku við FAS.
SVANHVÍT HELGA JÓHANNSDÓTTIR
Leiðsögumaður, landvörður og nútímafræðingur
Svanhvít ólst upp í Svínafelli og hefur lifað og hrærst í faðmi Öræfajökuls mest allt sitt líf. Hún er fjallageit og hefur lengi stundað fjölbreytta útivist á við fjallgöngur, fjallaskíði, klifur, fjallahjól og hestamennsku. Hún vinnur sem landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og sem leiðsögumaður. Svanhvít er með bakkalárgráðu í Nútímafræði og er ljóðskáld og listamaður.